Ferð: SB1 – PERLA AÐRÍAHAFSINS: ZADAR Í KRÓATÍU
Fararstjóri: Jón Kristleifsson
Ferðatilhögun:
22.ágúst:
Brottför frá Akureyrarflugvelli er kl. 09:00 og er lent á Brnik flugvelli rétt utan við Ljubljana höfuðborg Slóveníu kl. 14:55 að staðartíma. Flugið er rúmar 4 klst. Þaðan er ekið til marjeke Toplice (heilsulindastaður) og gist á Hotel Vitarium http://www.terme-krka.com/si/sl/destinacije/smarjeske-toplice/.
23.ágúst:
Um morguninn verður haldið áfram til Zadar en hún er fimmta stærsta borg Króatíu með yfir 75.000 íbúa og miðstöð Dalmacija héraðsins. Hún er í raun eitt sögulegt minnismerki þar eru gamlir borgarmúrar, minnismerki frá forn- og miðöldum, sýnishorn af arkitektúr fyrri alda og fyrsta sjóorgel í heimi! Ofan á pípum þess eru Labiums (flautur) sem spila 7 raddir. Annað verk – Hylling til sólarinnar eru -þrjúhundruð glerplötur í mörgum lögum er mynda hring 22m að þvermáli og er rétt hjá sjóorgelinu. Þessu verki er ætlað að spila með ljósið í náttúrunni eins og orgelið gerir með hljóðið en Alfred Hitchcock sagði sólsetrið í Zadar eitt það fegursta í heimi.
Forum er torg frá tímum Rómverja byggt á 1.öld f Krist og er fyrir framan St. Donat kirkju og hallar erkibiskupsins. Öllum aðaltorgum borga í ríki Rómverja var gefið nafnið Forum en þessi torg voru miðstöðvar borganna. Strax við komuna til Zadar verður gönguferð í miðborginni undir leiðsögn enskumælandi leiðsögumanns. Síðan verður ekið til hótelsins sem er mjög miðsvæðis – Hótel Kolovare http://www.hotel-kolovare.com/en/ en þar er gist næstu 5 nætur.
Hér má sjá stutt myndband sem sýnir ströndina við hótelið: https://www.youtube.com/watch?v=8lD7f1SnBMA
24. – 28. ágúst:
Í Zadar er tilvalið að fara í gönguferðir upplifa söguna og hvíla lúin bein þess á milli á einhverju hinna ótal kaffi- og veitingahúsa. Þarna er líka hægt að fara á tónleika, í leikhús, söfn og sýningar. Eða slaka á og njóta sólarinnar! Það eru til margar heimasíður um borgina t.d. http://www.zadar.travel/en.
Frá Zadar er einnig hægt að fara í ýmsar skoðunarferðir. Meðal áhugaverðra staða má nefna Kornatieyjar sem eru þjóðgarður og þekktar fyrir mikla náttúrufegurð; Pag eyju sem tengist meginlandinu með brú – en þaðan kemur einn frægasti ostur Balkanskagans. Ostagerðin byggir á gömlum hefðum, en ostarnir eru gerðir úr kindamjólk og kryddaðir með ýmsum kryddjurtum. Um 600 fjölskyldur á eyjunni gera þessa osta! Þar eru ein elstu ólívutré í heimi sem eru sögð vera um 1600 ára! Kynnið ykkur endilega matarmenningu heimamanna!
Fararstjóri mun aðstoða þá farþega er vilja, við að bóka í skoðunarferðir á staðnum.
28. ágúst:
Ströndin yfirgefin og ekið til Ljubljana. Í höfuðborg Slóveníu búa um 280.000 manns en þrátt fyrir þennan fjölda hefur borgin ekki glatað smábæjartöfrunum. Hér mætast menning austurs og vesturs, nýjir og gamlir tímar. Tilvalið að skoða gamla bæinn með kastalann og ýmsum minnismerkjum, mósaikskreyttar brýrnar yfir Ljubljanica ána og stóra Tivoli garðinn í miðborginni.
Þetta er mikil menningarborg en yfir 10.000 menningar- og listaviðburðir eiga sér þar stað á hverju ári. Þarna eru leikhús, söfn, gallerý og margir tónleikar eru haldnir í borginni. Mörg veitinga- og kaffihús flytja starfsemi sína að meira eða minna leyti út undir bert loft yfir sumartímann á gangstéttarnar, torgin og að bökkum Ljubljanica árinnar. Borgin iðar því af lífi! Daginn má nota til að skoða sig um í borginni jafnvel versla en í útjaðri borgarinnar er stór verslunarmiðstöð BTC og einfaldast að taka leigubíl þangað. Gist á City hotel sem er mjög vel staðsett í miðborginni (www.cityhotel.si).
29. ágúst:
Morguninn frjáls en brottför flugsins frá Ljubljana er kl. 16:50 og lent á Akureyri kl. 18:20 að staðartíma.
Innifalið:
– Flug og flugvallarskattar
– Akstur Brnik flugvöllur- marjeke Toplice – Zadar – Ljubljana-Brnik flugvöllur
– Gisting í tveggja manna herbergi með baði í 7 nætur með morgunverði
– Hálft fæði nema síðustu nóttina í Ljubljana (6x)
– Gönguferð í miðborg Zadar undir leiðsögn enskumælandi leiðsögumanns
– Íslenskur fararstjóri
Verð: Kr. 184.500,- pr. mann í tveggja manna herbergi miðað við þátttöku minnst 25 farþega.
Viðbót vegna gistingar í eins manns herbergi er Kr. 22.900,-
Staðfestingargjald er 50.000 og greiðist við bókun.
(Verð miðast við gengi 15.3.2017)
*Ferðatilhögun er með fyrirvara um lítilsháttarbreytingar sem munu þó ekki hafa áhrif á gæði ferðarinnar.
Óskir um bókanir eða beiðni um frekari upplýsingar ma senda á netfang: asdis@nonnitravel.is eða hafa samband símleiðis í 461 1841
Upplýsingar um aðra ferðapakka í tengslum við þetta flug má nálgast hér:
https://www.nonnitravel.is/en/moya/page/beintflug2017