Áning á Črni Vrh

SB3 – Gönguferð í Júlíönsku Ölpunum    

Fararstjóri: Sigurður Aðalsteinsson

Ferðatilhögun

22. ágúst:  Áætluð brottför frá Akureyrarflugvelli er um morguninn og flogið til Brnik Bledflugvallar við Ljubljana, höfuðborg Slóveníu.  Flugið tekur um 4 klst. Innritun á Hotel Astoria i Bled eftir 30 mín. akstur frá flugvellinum.

23. ágúst: Debela peč (tindur) 2014m, 7 klst.
Eftir 20mín akstur frá hótelinu hefst gangan í 1400m hæð. Til að byrja með er gengið um fallega skóga, en smám saman, eftir því sem oDebela Pečfar dregur opnast útsýnið, sem víða er glæsilegt á þessari leið. Komið er við í fjallaskálanum Blejska koča þar sem hægt er að fá sér hressingu. Góðir stígar, en grýttir á köflum. Gengin er aðeins önnur leið niður á veginn þar sem rútan bíður hópsins.

24. ágúst: Sija (tindur) 1.922m, 7 klst.         
Ekið er í 25 mín. inn að Bohinj vatni, sem er nokkru innar í dalnum. Farið með kláf upp í 1.540m þar sem gangan hefst. Öll gönguleiðin er meira og minna ofan Vogel fjallskógarlínu og útsýni stórkostlegt yfir Bohinj vatn og fjallendið norðan vatnisins. Þar gnæfir hæsta fjall Slóveníu, Triglav (2.864m), yfir nágranna sína. Slóðin er nokkuð grýtt. Önnur leið gengin til baka og tækifæri gefst fyrir hressingu áður en haldið er með kláfnum niður þar sem bíllinn bíður.

25. ágúst:  Izvir Soče, 2-3 klst.    og 2 klst. akstur til Kobarid.
Eftir morgunverð er ekið áleiðis til bæjarins Kobarid. Ekið er um KrSoča dalurinnanjska Gora og Vršič-skarð. Áð er  efst í Soča dalnum til þess að skoða upptök Soča-árinnar, þar sem hún vellur út úr hellisskúta nokkru ofar í fjallinu.  Þangað er stutt ganga, en síðustu metrana er einstigi með vírköðlum til stuðnings. Neðar í dalum er aftur genginn smáspölur með ánni sem er mikið augnayndi, þar sem hún rennur ýmisst á opnum eyrum eða í djúpum gljúfrum. Eftir samtals 2 klst. akstur auk göngu-túranna, er innritun á hótelið, er stutt bæjarskoðun og síðan frjás tími.

Goriška Brda26. ágúst: Vínræktarhéraðið Goriška Brda 2 klst. ganga auk aksturs, 1 klst. hvora leið.
Héraðið er við landamæri Ítaliu í norðurhlíðum Pósléttunnar. Landslagið er hæðótt og minnir mjög á Toskana. Vínrækt er þarna aldagömul og er gaman að ganga um á milli bæja og þorpa. Þarna verður boðið upp á vínsmökkun og hádegisverð að hefðbundnum hætti heimamanna. Ekin er önnur leið, um Ítalíu, til baka til Kobarid.

27. ágúst:  Matajur (tindur) 1.642m, 7 klst. .
Ekið er í 25 mín. upp í 1300m þar sem gangan hefst. Þarna skiptast á skógar og opin svæði.  Landamæri Slóveníu og Ítalíu liggja um Matajur. Þaðan er víðsýnt til allra átta. Frá Matajur er gengið önnur leið niður, víða um blómleg engi sem leið liggur til þorpsins Avsa. Þaðan er um 15 mín. akstur heim á hótel.
Matajur

28. ágúst:  Ljubljana    
Eftir morgunmat og útskráningu af hótelinu er ekið til Ljubljana 2 klst.    
Í höfuðborg Slóveníu búa um 280.000 manns. Borgin hefur þó ekki glatað smábæjartöfrunum.  Hér mætast menning austurs og vesturs, nýjir og gamlir tímar.  Borgin stendur á fornum krossgötum og gegnir enn veigamiklu hlutverki í verslun. Tilvalið að skoða gamla bæinn, kastalann og ýmiss minnismerki, brýrnar yfir ána Ljubljanica sem rennur í gegnum borgina.  Ljubljana er mikil menningarborg og þar eru fjölmargir listviðburðir á hverju ári. Þarna eru leikhús, söfn, gallerý og margir tónleikar haldnir.  Flest veitinga- og kaffihús flytja starfsemi sína að meira eða minna leyti út undir bert loft á sumrin – á gangstéttarnar, torgin og að bökkum Ljubljanica árinnar.  Borgin iðar af lífi.  Gisting á Hotel Park www.hotelpark.si  í miðborginni. Ljubljana

29.ágúst: Morguninn frjáls, en brottför flugsins til Akureyrar er kl. 15:00 þar sem verður lent kl. 17:15 síðdegis.

Innifalið:
–    Flug Akureyri-Ljubljana-Akureyri og flugvallarskattar
–    Gisting í tveggja manna herbergi með baði í 7 nætur
–    Hálft fæði í Bled og Kobarid. Morgunverður í Ljubljana
–    Vínsmökkun og hádegisverður í Goriška Brda
–    Íslensk fararstjórn
–    Akstur frá og til flugvallar
–    Akstur í tengslum við allar gönguferðir
–    kláfur upp upp á Vogel fjall

Í Bled er gist á 3* hóteli með gufubaði, pottum og þ.h. og á 4* hóteli í Kobarid
Fararstjóri þekkir göngusvæðin afar vel eftir margar göngur á eiginn vegum undanfarin ár.


Staðfestingargjald er 50.000 og greiðist við bókun.

*Ferðatilhögun er með fyrirvara um lítilsháttarbreytingar sem munu þó ekki hafa áhrif á gæði ferðarinnar.


Óskir um bókanir eða beiðni um frekari upplýsingar ma senda á netfang: asdis@nonnitravel.is

 


 
Í tengslum við þessa ferð gætum við athugað möguleika á tveggja daga ferð á Triglav, hæsta tind Slóveníu og Julíönsku Alpanna, 2864m

 

Triglav 

Triglav-farar mundu gista fyrstu nóttina í Bled, aðra nótt í fjallaskála undir tindinum og þriðju nóttina aftur í Bled, áður en haldið eTriglavr áleiðis til Kobarid og sleppa því göngum á Bled-svæðinu.

Gangan á Triglav hefst í u.þ.b. 1500m hæð. Í fyrstu er gengið um skóga en eftir það ofar skógarlínu með miklu útsýni. Góðir stígar, 7 klst. Gist er í fjallaskála og morgunin eftir er tindurinn klifinn og tekur það u.þ.b. 1½ klst. Stuðningsvírar eru alls staðar þar sem þörf er á. Þessi hluti leiðarinnar er ekki fyrir lofthrædda, en þó er ekki þörf á sérbúnaði. Þegar komið er ofan af tindinum, er gengin sama leið til byggða og farin var daginn áður, 6 klst.

Tekið skal fram að þetta hefur ekki verið bókað og þyrfti því að athuga sérstaklega – bæði hvort gisting sé til og leiðsögumaður fáist. Hugmynd um viðbótargjald vegna slíkra ferðar er 55-60.000.- og í því væri innifalið svefnskálagisting með hálfu fæði, akstur og slóvenskur fjallaleiðsögumaður. Lágmark 3 þátttakendur.