Ferð: SB5 – UNGVERJALAND

Fararstjóri: Sandor Matus

Ferðatilhögun:

22. ágúst
HevizBrottför frá Akureyrarflugvelli er kl. 09:00 að morgni og eftir rúmlega 4 klst. flug er lent á Brnik flugvelli rétt utan við Ljubljana höfuðborg Slóveníu kl.14:55 að staðartíma.
Frá flugvellinum er ekið beint í austurátt í gegnum Slóveníu og yfir landamærin til Ungverjalands. Fyrstu nóttina verður gist í Héviz. Þetta er ferðamannabær sem stendur við samnefnt náttúrulegt “thermal” stöðuvatn. Efnasamsetning vatns og botnleðju gerir það sérstaklega heilsusamlegt og kemur fólk hingað víða að sér til heilsubóta (http://www.heviz.hu/en/).  

23. ágúst:     Tihany
Eftir morgunverð er lagt af stað og ekið meðfram Balatonvatni að norðanverðu. Á leiðinni verður stoppað í bænum Tihany sem er einn fegursti staður við vatnið. Klausturkirkja frá 1055 gnæfir yfir bænum. Í klaustrinu er merkilegt safn um sögu byggðar umhverfis vatnið. Frá klausturkirkjunni er fallegt útsýni yfirr Balatonvatn. Í nágrenninu eru mörg friðuð, gömul hús með stráþökum. Tihanynesið, sem bærinn er reistur á, er þekkt vegna bergmáls, sem þó hefur breyst vegna bygginga og breytinga í landslagi.  Góður tími verður tekinn í að rölta um göturnar, kíkja inn í minjagripabúðir, njóta útsýnis yfir vatnið og fá okkur hressingu.   

 
Hotel CorvinSíðan verður haldið áfram til Búdapest, en þangað er áætlað að koma um kvöldmatarleytið. Gist í Búdapest næstu 5 nætur á Corvin Hotel Budapest (http://corvinhotelbudapest.hu).

24. ágúst:
Morgunverður á hóteli. Eftir hann verður farið í skoðunarferð um borgina. Ekið hjá helstu stöðum – rétt svo fólk nái áttum í borginni ásamt nokkrum myndastoppum. Annars er dagurinn frjáls í höfuðborg Ungverjalands. Áður fyrr vBudapestoru borgirnar Búda og Óbúda á vesturbakka Dónár og Pest á þeim eystri aðskildar en árið 1873 voru þær allar sameinaðar í eina borg – Búdapest. Borgarbúar eru í dag um 1,7 milljónir. Það er fjölmargt hægt að skoða og gera í borginni. Ganga til Castle Hill og heimsækja þinghúsið sem er afar glæsileg bygging á bökkum Dónár. Fara yfir „Chain Bridge“ sem er fyrsta brúin á milli borgarhlutanna Buda og Pest. Líta inn á „Central Market Hall“ og prófa ungverska rétti. Eða heimsækja House of Terror… möguleikarnir eru óteljandi!

szekeferhevar25.ágúst:
Dagsferð – skoðun og vínsmökkun. Við heimsækjum vínkjallara í Mór þar sem bragðað er á 6 tegundum af víni og jafnvel einhverjum sérstökum tegundum að auki. Hérna verður einnig borðað. Síðan verður ekið um 40 km til Szèkesfehèrvàr – heimabæjar Sandors leiðsögumanns. Þetta er fallegur bær sem var höfuðborg landsins á miðöldum og fer Sandor með hópinn í smá gönguferð og einnig verður frjáls tími (https://en.wikipedia.org/wiki/Sz%C3%A9kesfeh%C3%A9rv%C3%A1r).  Budapest

26. ágúst:
Annar frídagur í þessari dásemdarborg við Dóná! Hvernig væri að fara í bátsferð á henni – eða kíkja í óperuna?

medved27. ágúst:     
Eftir morgunverð er lagt af stað í skoðunarferð. Við heimsækjum bjarnarbóndabýli Veresegyház – það eina sem til er í mið-Evrópu (http://medveotthon.hu/hirek/welcome-to-bear-farm–veresegyhaz–/)  Szentendre
Ekið til Visegrád sem er lítil kastalaborg norðan við Búdapest á bökkum Dónár en bærinn er helst þekktur fyrir sumarhöll Mattíasar Corvinus konungs Ungverjalands og dómkirkju frá miðöldum (https://en.wikipedia.org/wiki/Visegr%C3%A1d).
Þá verður farið til Szentendre sem er í Pest héraði við bakka Dónar en þangað fara gjarnan þeir ferðamenn sem koma til Búdapest. Þar eru byggðasafn, veitingahús, söfn og listagallerí. Falleg borg tilvalin til að rölta um og skoða eða setjast niður og horfa á mannlífið!  (https://en.wikipedia.org/wiki/Szentendre).  

28. ágúst:     
Eftir morgunverð Búdapest yfirgefin og ekið í átt að Balatonvatni. Þar verður komið við í Siòfok sem er ein vinsælasta ferðamannaborg Ungverjalands, þekkt fyrir strendur sínar og næturlíf! Hér verður farið í stutta siglingu á Balantonvatni.
Ekið áfram til Nagykanizsa og gist þar síðustu nóttina.

29. ágúst:     
Brottför líklega um kl. 09:00 en verður tilkynnt nánar í ferðinni og er haldið til Brnik-flugvallar við Ljubljana. Þaðan er flogið til Akureyrar kl. 16:05 og lent kl. 18:20 að staðartíma.        

Innifalið:
–    Flug Akureyri-Ljubljana ásamt flugvallarsköttum
–    Akstur samkvæmt ferðaplani
–    Gisting í tveggja manna herbergi með baði í 7 nætur ásamt morgunverði
–    Kvöldverður fyrsta og síðasta kvöldið ( Í Héviz og Nagykanizsa.)
Innifalinn aðgangur að bjarnarbýli og Visegrad kastala
–    Skoðunarferð um Búdapest
–    Vínsmökkun ásamt hádegisverði
–    Íslensku mælandi fararstjóri

Verð: Kr. 183.600,- pr. mann pr. mann í tveggja manna herbergi miðað við þátttöku minnst 30 farþega.
Viðbót vegna gistingar í eins manns herbergi er Kr. 27.600,-.

Staðfestingargjald er 50.000 og greiðist við bókun. (Verð miðast við gengi 15.3.2017)

*Ferðatilhögun er með fyrirvara um lítilsháttarbreytingar sem munu þó ekki hafa áhrif á gæði ferðarinnar.


Óskir um bókanir eða beiðni um frekari upplýsingar ma senda á netfang: asdis@nonnitravel.is eða hafa samband símleiðis í 461 1841

Upplýsingar um aðra ferðapakka í tengslum við þetta flug má nálgast hér:
https://www.nonnitravel.is/en/moya/page/beintflug2017