VALFRJÁLSAR SKOÐUNARFERÐIR VIÐ BALATONVATN.
20.júní, föstudagur:
Hálfsdagferð til Veszprém og Herend
Veszprem ersögufræg borg sem samkvæmt sögunni er byggð á 7 hæðum. Borgin var í mikilvægu hlutverki þegar barist var fyrir kristni sem hinni opinberutrú í Ungverjalandi en Stefán 1 af Ungverjalandi vann sigur á herjum andstæðinga sinna nálægt borginni. Þarna hafði fyrsti biskup landsinsaðsetur á tíundu öld. Einn fyrsti háskóli landsins var reistur í Veszprém og margir námu lög og listir í skólanumþar til hann brann 1276. Borgin varð aftur háskólaborg á 20.öldinni.
Í þessari ferð verður líka komið við í Herend sem er bær rétt hjá Veszprém en Herend er þekkt fyrirpostulínframleiðslu. Verksmiðjan þar var reist 1826 og er ein sú stærsta í heimi sem sérhæfir sig í handmáluðu postulíniog einnig gyllingum á því. Til gamans má geta þess að þegar William prins í Bretlandi og Catherine Middleton giftu sig fengu þausérmálað postulín úr verksmiðjunni í Herend í brúðkaupsgjöf frá Ungverjalandi.
Verð: Kr. 4.500.- á mann miðað við lágmarks þátttöku 15 manns.
22.júní, sunnudagur:
Hálfsdagsferð til Héviz
Héviz er bær sem stendur við samnefnt náttúrulegt “thermal” stöðuvatn. Efnasamsetning vatns og botnleðjugerir það sérstaklega heilsusamlegt og kemur fólk hingað víða að sér til heilsubóta. Innifalinn er aðgangurað vatninu í 3 klst. sem má nýta til afslöppunar og sunds meðal vatnaliljanna sem þarna eru. Staðurinn býður upp á ýmsaheilsutengda þjónustu t.d nudd og ýmis böð, sem hægt er að kaupa aukalega en getur verið spurning um hvort sé laust í hana meðstuttum fyrirvara (http://www.heviz.hu/en/lake-heviz/). Fyrir þá sem ekki vilja synda er úrval gönguleiða. Síðaner tilvalið að rölta aðeins um þennan fallega bæ – kíkja í minjagripaverslanir eða fá sér einhverja hressingu.
Verð: Kr. 5.400.- á mann miðað við lágmarks þátttöku 15 manns.
Innifalið: Akstur, aðgangur að baðströnd við vatnið ásamt búningsklefa, leiðsögn.