Valfrjálsar skoðunarferðir frá Vrsar fyrir farþega í ferð SB5 – Vrsar: ströndKróatíu


Brijuni 

21.júní – Brijunieyjar með hraðbát

BrijuniBrijuni er eyjaklasi sem samanstendur af 14 eyjum sem eru einstök blanda fallegrar náttúru og fornrar menningar. Eyjarnar eru þakktardæmigerðum Miðjarðarhafsgróðri og þar eru ýmis hjartardýr  á beit ásamt „mouflons“ sem er villisauðféupprunnið í suðvestur Asíu og í raun forfeður nútíma sauðfjár.  Hægt er að fara í smá lestarferð (ekkiinnifalið) um ákveðið svæði þar sem eru ýmis villt dýr eins og sebrahestar, kameldýr og fílar. Einnig eru þarna kastali frá16.öld og kirkja frá 15.öld. Farþegar eru sóttir kl. 07:40 – dvölin í Brijuni er í um 4 klst og komið aftur til Vrsar um 16:00-leytið.

Verð: 13.300.-  Innifalið:  bátsferð, aðgangur að þjóðgarðinum og enskumælandileiðsögn..


 Pula

22.júní: Pula, Limfjörður – menning, saga

Brottför er kl. 07:40. Istria er meira en strendur og fallegt landslag. Fyrsta stoppið verður í Pula stærstu borg skagansþar sem margt fróðlegt ber fyrir augu eins og musteri Ágústusar, forn borgarmúrinn og Gyllta hliðið. En hæst ber sennilega rómverskthringleikahús sem er meðal þeirra sex stærstu í heiminum, byggt á árunum 27 f. Kr – 68 e.Kr. Þetta er jafnframt eina hringleikahúsiðþar sem allir fjórir hliðarturnarnir hafa varðveist að mestu. Næst er Vodnjan þar sem varðveist hafa byggingar frá hinum ýmsumismunandi byggingartímabLimski zaljevilum eins og gotneskar og barokk.  Í St. Blaise kirkjunni eru minjar um 250 dýrlinga og jafnvel þyrnir úrkórónu Krists og brot úr krossi hans! Þá er ekið til Limfjarðar sem dregur nafn sitt af “limit” sem voru landamæri tveggjafornra rómverskra umdæma, Ítalíu og Dalmatíu. Fjörðurinn er 35 km langur dalur sem vikkar út í 10 km langan ós, en Króatar nefnadalinn líka Limski kanal vegna þess hve þröngur hann er. Siglt verður yfir fjörðinn og eftir landtöku er farið til Rovinj sem ku verarómantískasti staður Miðjarðarhafsins! Hér lifir enn andrúmsloft horfinna tima með þröngum götum og litlum torgum sem hafa komisthjá þenslu nútímans. Komið aftur til Vrsar um kl. 18:30.

Verð 12.300.- Innifalið; Akstur, aðgangur að hringleikahúsinu, hádegisverður, bátsferð og enskumælandi leiðsögn


 Feneyjar

23.júní: Feneyjar

Boðið er upp á dagsferð til þessarar einstöku borgar á Ítalíu, sem stundum er nefnd “DrottningAdríahafsins”.  Sitt hvorum meginn við borgina eru ósar ánna Pó og Piave.  Feneyjar er forn hafnarborg, reistar á mörgum eyjum eðahólmum og á milli þeirra eru síki – umferðaræðar bporgarinnar – þetta er hin “fljótandi borg”.  Þar eru“vaporetto” bátar mest áberandi þótt borgin sé hvað þekktust fyrir gondólana. Helsta umferðaræðin er Canal Grande ogþar yfir er Rialto brúin, sem er einna þekktust af þeim 400 brúm sem er að finna í borginni. Í hjarta Feneyja er Markúsartorg meðsamnefndri kirkju og skammt frá er Hertogahöllin. Siglt er frá Porec og verða þátttakendur sóttir til kl. 06:10.Feneyjar

ATH: Við komuna til Feneyja er annað hvort hægt að ganga til Markúsartorgsins í fylgd leiðsögumanns (ca 30mín) eðakaupa ferð með “vaporetto” bát. Einnig eru seldar ferðir um borð í bátnum til Feneyja en þar kostar ferð frá bryggju til torgsins 13evrur. Ferðir með gondóla og sérstök útsýnisferð með  “water taxi” eru einnig seldar þá og kosta um 28 evrur og um 15evrur fyrir börn undir 14 ára aldri. Þá verður einnig hægt að kaupa hádegisverð um borð í bátnum sem kostar 20 evrur fyrirfullorðna og 15 evrur fyrir börn. Þetta er því ekki innifalið svo hver og einn geti ráðið hvernig á að komast til Markúsartorgsins oghvar/hvenær skal borða. Komutími aftur til hótelsins er um kl. 20.00.

Verð 16.600.- Innifalið: Akstur frá Vrsar í bátinn, bátsferð til Feneyja og enskumælandi leiðsögn.
Íslenskur fararstjóri verður með til halds og trausts ef minnst 10 fara í ferðina!

MUNIÐ AÐ HAFA VEGABRÉFIN MEÐ Í ÞESSA FERÐ!


Motovun 

24.júní: Istriaskaginn

er stærsti skagi Króatíu sem býður ekki bara upp á strendurnar heldur líka fallega náttúru inn til landsinseins og gróðri þaktar hæðir og fjölda vínekra. Hér standa fornir bæir umkringdir múrum hátt uppi á hæðumþaðan sem útsýni er fagurt yfir nærliggjandi dali og fjöll. Í ferÁ Istriaskagaðinni verður komið við í bæjunumGroznjan og Livade en í þeim síðarnefnda gefst kostur á að smakka dæmigerða Istria sveppi. Þá er fariðtil Motovun sem er heillandi bær með kerfi fornra turna, múra, hliða og torga.  Pazin er næst en borgin er kölluð“hjarta Istria” – bæði er hún staðsett á miðjum skaganum og þar er stjórnsýsla svæðisins staðsett. ÍBeram er síðan ein lengsta samfellda byggðin á skaganum og þar er þekkt freskumynd “Dansað við dauðann” en húnsýnir kónga, kaupmenn, kardinála og jafnvel páfann sjálfan dansa hönd í hönd við dauðann. Síðasta stoppið verðurí Stancija Spin þar sem boðið verður upp á osta, ólívuolíu og vín. Farþegar eru sóttir kl. 07:40, komið aftur til Vrsar umkl. 18:45.

Verð 12.200.-  Innifalið: Akstur, aðgöngumiði í Beram, hádegisverður, nefndar léttar veitingar og enskumælandileiðsögnATH: FARÞEGAR ERU SÓTTIR Í SKOÐUNARFERÐIR TIL HOTEL BELVEDERE SEM ER VIÐ HLIÐ HOTEL PINETA!!