5-DAGA VETRARPAKKI AKUREYRI & MÝVATN

From 47.500 kr.

Við bjóðum upp fimm daga ferð á Norðurlandi. Í þessum pakka er gert ráð fyrir gistingu í 2 nætur á hóteli eða íbúð/sumarhúsi á Akureyri og 2 nætur á hóteli eða sumarhúsi í Mývatnssveit, Húsavík eða nágrenni. Hægt er að byrja eða enda með dvölina á Akureyri.

Akureyri
Myvatn
Husavik
Tour ID: ISLN30 Destination:
Description

5-DAGA VETRARPAKKI AKUREYRI & MÝVATN

TOUR ID: ISLN 30

Dagsetningar og verð:

Grunnpakki (5 dagar/4 nætur).
Ferðatímabíl: – Desember – apríl 

Verð á mann

í tveggja manna herbergi, með morgunverði

47.500

Viðbót fyrir eins manns herbergi /4 nætur

25.500

Í sumarhúsi /íbúð með heitum potti m/v.2 gesti *

47.200

Í sumarhúsi /íbúð með heitum potti m/v.4 gesti *

41.200

Innifalið:

– Gisting í “standard” tveggja manna herbergi með baði eða íbúð/sumarhús með heitum potti í 4 nætur;
– Aðgangur í Jarðböðin /Mývatn
– Aðgangur í Sjóböðin /Húsavík

* ath.: íbúða-/sumarhúsagisting er án morguverðar!

Áhugsverðir staðir

  • Akureyri
  • Mývatn
  • Húsavík

Ferðalýsing

Við bjóðum upp fimm daga ferð á Norðurlandi. Í þessum pakka er gert ráð fyrir gistingu í 2 nætur á hóteli eða íbúð/sumarhúsi á Akureyri og 2 nætur á hóteli eða sumarhúsi í Mývatnssveit, Húsavík eða nágrenni. Hægt er að byrja eða enda með dvölina á Akureyri.

Mývatnssveit er með þeim fegurstu náttúruperlum Norðurlands. Svæðið í kringum Mývatn bíður upp á möguleika fyrir gönguferðir og óviðjafnanlega náttúrusýn í öllum árstíðum. Hægt að heimsækja  Dimmuborgir, en vetrarríki Mývatnssveitar er verður sérstaklega fallegt þegar allt er þakið snjó og vatnið ísilagt. Þá er gott að njóta þess að slappa af í Jarðböðunum eða skreppa í Sjóböðin til Húsavíkur.

Á veturna skartar Akureyri sinnu fegursta skrúði.  Við bæjarmörk Akureyrar eru margir góðir staðir til útivistar. Einn þeirra er Kjarnaskógur með fjölda göngustíga sem einnig breytast að hluta til í gönguskíðabrautir þegar aðstæður leyfa.

Þegar skíðavertíðin er byrjuð er ákjósanlegt að gista á Akureyri eða næsta nágrenni. Stutt er upp í Hlíðarfjall, en þar er að finna bestu skíðabrekkur fyrir svigskíða, fjallaskíða- og snjóbrettamenn, auk góðra göngubrauta fyrir gönguskíðafólk. Útsýnið yfir Akureyri, Eyjafjörð og fjöllin í kring er óviðjafnanlegt frá Hlíðarfjalli.
Þegar nægur snjór er kominn líka niðri í dölum þá bætist við annar valkostur fyrir gönguskíðafólk í Kjarnaskógi. Þar er að finna gott skjól á skíðabrautum í gegnum skóginn.

Sem annan góðan valkost er stutt að keyra til Dalvíkur, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar eða jafnvel til Skagafjarðar upp í Tindastóll og prufa brekkurnar á skíðasvæðum þar.

Fyrir utan vetraríþróttir bjóða Akureyri og nágrennasveitir upp á margvislegt áhugavert:
Í Hrafnagili er Jólagarðurinn þar sem jólastemmingin ríkar allan ársins hring. Börnin vilja kannski kíkja í ævintýraheiminn í turninum og í garðinn við jólahúsið.

Book This Tour

Tour Enquiry

Tour Enquiry