Einstök 15 daga draumaferð til Kína frá 9 til 23.september 2025
Ferðaskrifstofan Nonni Travel býður upp á einstaka 15 daga draumaferð til Kína í september 2025, þar sem heimsóttar verða stórborgirnar Beijing og Shanghai, hin forna höfuðborg Xian og náttúruperlurnar Guilin og Yangshuo.
Kína er fjölmennasta land heims, gríðarstórt og er þar að finna gífurlega fjölbreytta menningu, matarlist, einhverjar nútímalegustu borgir heims og stórbrotna náttúru. Kína státar af rúmlega 5.000 ára langri sögu og þar af 3.500 ára langri ritaðri sögu.
Fararstjóri í ferðinni verður kínverskufræðingurinn Arnar Steinn Þorsteinsson, sem bjó í Kína til margra ára, talar kínversku og hefur mikla reynslu af ferðalögum í Kína og kínverskri menningu. Arnar Steinn er starfandi formaður kínversk íslenska menningarfélagsins (KÍM).
Í ferðinni er lögð áhersla á þægindi og afslappaða ferðatilhögun, m.a. með því að ferðast milli ákveðinna áfangastaða með háhraðalestum, þar sem gefst tími til slökunar og að njóta útsýnisins á leiðinni. Þá var kappkostað að hafa allan aðgangseyri innifalinn og lögð áhersla á að kynna vel sögu og menningu Kína, til að gefa upplifuninni meiri dýpt.
Morgunmatur er ávallt innifalinn og oft annað hvort hádegisverður eða kvöldverður og því næg tækifæri til að rannsaka kínverska matarmenningu á eigin vegum eða finna sér vestræna veitingastaði eins og best hentar hverjum og einum.
9 kvöldverðir/hádegismatur eru innifaldir.
Lágmarksfjöldi í ferðina eru 20 farþegar og hámark 24.
Fyrir bókanir sendið á nonni@nonnitravel.is
Hópstærð | Verð á mann í 2ja manna herbergi | Verð fyrir eins manns herb |
---|---|---|
20 – 24 pax | 821.000 ISK | 964.000 ISK |
Fararstjóri: Arnar Steinn Þorsteinsson

Fararstjóri í ferðinni verður kínverskufræðingurinn Arnar Steinn Þorsteinsson, sem bjó í Kína til margra ára, talar kínversku og hefur mikla reynslu af ferðalögum í Kína og kínverskri menningu. Arnar er starfandi formaður kínversk íslenska menningarfélagsins.
Innifalið í ferðinni:
Aðgangur að:
Ekki innifalið í ferðinni:
Dagur 1: 9.09 — Flogið til Beijing
Flogið verður frá Keflavík til Stokkhólms og þaðan áfram til Beijing.
Flugtímar:
7:35 Flug frá Keflavík
12:45 Koma á Arlanda flugvöll í Stokkhólmi
19:10 Flug frá Arlanda flugvelli til Beijing

Dagur 2: 10.09 — Beijing
9:45 – Koma á Beijing flugvöll.
Við komuna til Beijing verður farþegum ekið á hótelið.
Tími til að hvíla sig og jafna sig á flugþreytu.
Kvöldmatur á hótelinu – Hlaðborð (innifalið).
Gisting: 3 nætur á 4 stjörnu hóteli Novotel Beijing Peace Hotel.

Dagur 3: 11.09 — Beijing
Eftir morgunmat liggur leiðin á Torg hins Himneska Friðar (Tiananmen Square) sem er eitt stærsta borgartorg heims. Torgið er staðsett fyrir framan innganginn að Forboðnu Borginni sem við heimsækjum næst. Hallirnar voru reistar á 15. öld og þar bjuggu keisarar Kínaveldis allt fram til ársins 1911 þegar síðasti keisari Kína var borinn út og síðasta keisaraveldið leið undir lok.
Eftir sameiginlegan hádegisverð – „hot pot“ (innifalið) munum við heimsækja Himnahofið sem er stærsta trúarlega bygging Kína, en þangað komu kínversku keisararnir á tímum Ming og Qin keisaraveldanna til að biðja til himins á öldum áður.
Að lokum förum við með hjólavögnum (e. rickshaw) inn í hutong hverfi Beijing borgar. Hutong er nafn á hefðbundinni byggingarlist sem tíðkaðist í norður Kína og einkenndi Beijing borg á árum áður. Nú eru þessi hverfi því sem næst horfin í kjölfar nútímavæðingar borgarinnar en okkur gefst kostur á að sjá þau og upplifa.
Kvöldmatur á eigin vegum.

Dagur 4: 12.09 — Beijing
Í dag förum við að Kínamúrnum, nánar tiltekið við Mutianyu. Kínamúrinn þarf vart að kynna fyrir nokkrum manni, enda talið eitt af undrum veraldar. Við förum upp á múrinn með kláfi og skoðum okkur um og förum svo niður frá múrnum á toboggan – nokkurs konar hjólasleðum! (2,5 klst. frá miðbæ Beijing)
Hádegisverður á eigin vegum.
Á leiðinni tilbaka munum við aka framhjá þjóðaríþróttaleikvangi Kína sem var byggður fyrir Ólympíuleikana sem haldnir voru í landinu 2008 en leikvangurinn er kallaður „Hreiðrið“ og þykir mikið hönnunar- og byggingarafrek.
Sameiginlegur kvöldverður – Beijing „roast duck“/Peking önd (innifalið).

Dagur 5: 13.09 — Xian
Um morguninn munum við skoða Sumarhöllina sem áður gengdi hlutverki keisaragarðs á tímum Qing keisaraveldisins. Þar er að finna mikið af fallegum byggingum og vötnum og þykir einn fegursti staður Beijing borgar.
Eftir hádegisverð munum við fara á lestarstöðina og taka háhraðalest til hinnar fornu höfuðborgar Xian (um 4,5 tími í lest). Kvöldverður um borð í lestinni (ekki innifalinn).
Xian er ein elsta borg Kína, upphaf hinnar fornu silkileiðar og var höfuðborg margra fornra keisaravelda. Í dag búa þar um 12 milljónir manna og skipar borgin mikilvægan sess sem miðstöð menningar, menntunar og iðnaðs í mið-norðvestur hluta Kína.
Við komuna á lestarstöðina verður hópnum ekið upp á hótelið.
Gisting: 2 nætur á 5 stjörnu hóteli Shangri-la Xi’an.

Dagur 6: 14.09 — Xian - Terracotta leirherinn – Hof hinnar Stóru Villigæsar (Big Wild Goose Pagoda)
Eftir morgunmat munum við skoða hinn heimsfræga Terracotta leirher. Hér má sjá hermenn, hesta og vagna í raunstærð, hver stytta fullkomlega einstök. Um er að ræða einhvern merkasta fornleifafund allra tíma í Kína, um 8.000 hermenn, 130 hestvagnar og um 700 hestar sem tilheyrðu her fyrsta keisara Kína, Qin Shihuang og er talið að þeir hafi átt að verja gröf keisarans eftir dauða hans. Hins vegar hefur gröf keisarans enn ekki fundist!
Eftir hádegismat (á eigin vegum) heimsækjum við frægasta búddahof Xian, Hof hinnar Stóru Villigæsar. Pagóðan var upprunalega reist árið 652 og var þá rúmlega 60 metra há.
Kvöldmatur: Xi’an hefðbundin máltíð (innifalinn).

Dagur 7: 15.09 — Xian – Guilin
Eftir morgunmat er frjáls tími í Xi’an.
Eftir hádegismat fræðumst við meira um hina merku sögu Kína á Xian safninu og í Litlu Villigæsapagóðunni. Pagóðan var byggð á Tang-tímabilinu (707-709) og er þekkt fyrir sína fallegu hönnun og sögulega mikilvægi. Pagóðan var upphaflega 45 metrar á hæð en er nú 43 metrar eftir jarðskjálfta árið 1556. Hún er hluti af Jianfu-hofinu og var byggð til að geyma búddískar sútrur sem munkar fluttu frá Indlandi. Pagóðan er einnig þekkt fyrir sitt friðsæla og rólega umhverfi, sem gerir hana að vinsælum áfangastað fyrir ferðamenn.
Í lok dags förum við á flugvöllinn og tökum flug til borgarinnar Guilin í Guanxi héraði.
Guilin er þekktust fyrir einstakt og stórbrotið landslag þar sem fagurmótaða kalksteinshóla ber víða við himin.
Gisting: 2 nætur á 5 stjörnu hóteli Grand Bravo Guilin.

Dagur 8: 16.09 — „Fílsranahóll“ – Sjö Stjörnu garðurinn – Reyrflautuhellirinn
Við hefjum daginn á því að skoða „Fílsranahól“, en það er klettur sem er í laginu eins og fíll sem er að fá sér vatnssopa úr ánni sem rennur við hólinn.
Hádegi: hrísgrjónanúðlumáltíð (innifalinn).
Eftir hádegisverð heimsækjum við Sjö Stjörnu garðinn, en hann er nefndur svo vegna sjö tinda í garðinum sem saman mynda stjörnumerkið Stóra Björn. Garðurinn er mikil náttúruperla með fjallstindum, vötnum og lækjum sem og menningarminjum.
Þá munum við einnig skoða Reyrflautuhellinn, sem er einn þekktasti hellir í Kína, þar sem við blasir undraheimur dropasteina, en hellirinn er að stærstum hluta upplýstur.
Kvöldverður (ekki innifalinn).
Tvær ár og fjögur vötn skemmtisigling. Það eru mörg aðdráttaröfll í kringum útsýnissvæðið “Tvær Ár og Fjögur Vötn”, þar á meðal Sól og Mána pagóðan (Riyue Shuangta), Fílsranahóll, Diecai hóll, Yao fjall, Mulong vatn og Forna suðurhliðið.

Dagur 9: 17.09 — Guilin – Yangshuo
Að loknum morgunverði förum við í 4 tíma siglingu niður Li ána í átt að bænum Yangshuo. Snæddur verður hádegisverður um borð í bátnum (innifalinn).
Við komuna til Yangshuo verður fyrst farið upp á hótel og svo tekum við skoðunarferð í „Garð Ferskjublómanna“ eða Shangri-la garðinn (Shi Wai Tao Yuan), sem er undurfallegur með tjörnum, hellum og ferskjutrjám, en garðurinn dregur nafn sitt af þeim.
Eftir kvöldmat munum við sjá einstaka stórsýningu við Lijiang fljótið sem ber heitið „Impression Liu Sanjie“, en sýningunni er leikstýrt af einum frægasta leikstjóra kínverja, Zhang Yimou, sem er þekktastur á Vesturlöndum fyrir kvikmynd sína „Hero“ og “Raise the Red Lantern”.
Gisting: 1 nótt á 5 stjörnu hóteli Yangshuo Green Lotus Hotel.

Dagur 10: 18.09 — Yangshuo – Guilin
Frjáls tími um morguninn til að rölta um „Vesturgötu“ og njóta útsýnisins.
Hittumst svo aftur um hádegisbil og förum á matreiðslunámskeið og snæðum saman afraksturinn.
Eftir hádegi er svo ekið til baka til Guilin og við tékkum okkur inn á hótelið okkar þar sem við dveljum næstu 2 nætur.
Kvöldverður á eigin vegum.
Gisting: 2 nætur á 5 stjörnu hóteli Shangri-la Guilin.

Dagur 11: 19.09 — Guilin—Longji—Guilin
Eftir morgunverð förum við til Longji.
Í dag bregðum við okkur í sveitina og heimsækjum tvö þorp, Huangluo þorpið þar sem fólk af Yao minnihlutahópnum býr og er hvað þekktast fyrir einstaklega hárprúðar konur og svo Pingan þorpið þar sem við munum skoða hina ótrúlegu Longji stalla-akra.
Hádegisverður á eigin vegum.
Akstur tilbaka til Guilin.
Kvöldmatur á eigin vegum.

Dagur 12: 20.09 — Guilin – Shanghai
Frjáls tími um morguninn til að rölta um stræti Guilin áður en farið verður á Guilin Liangjiang flugvöllinn.
Flogið til Shanghai og ekið beint til síðasta næturstaðar þessarar ferðar. Frjáls tími um kvöldið.
Shanghai hefur oft verið kölluð Perla Austursins og er í dag ein stærsta og nútímalegasta borg heims með um 24 milljón íbúa. Shanghai er að mörgu leyti táknmynd fyrir hinn ótrúlega efnahagsvöxt Kína síðustu ár og áratugi og er sjón sögu ríkari.
Gisting: 2 nætur á 4 stjörnu hóteli Xujiahui Center.

Dagur 13: 21.09 — Shanghai
Eftir morgunmat munum við skoða Yuyuan garðinn í gamla miðbæ Shanghai. Um er að ræða klassískan kínverskan einkagarð með sterkum einkennum Suzhou-skólans í arkitektúr. Garðurinn var byggður í tíð Ming keisaraveldisins (1368 – 1644) og er sannkallaður lystigarður með tjörnum, skálum, lækjum, trjám og blómum og er hreinasta unun að ganga þar um í friðsælu umhverfinu.
Tianzifang hverfið sem tilheyrir hinu svokallaða franska hverfi Shanghai. Þetta hverfi og byggingar þess gengu í endurnýjun lífdaga seint á 20. öldinni og í dag má þar finna fjöldan allan af kaffihúsum, galleríum, börum, hönnunarhúsum og frumlegum verslunum. Einkenni hverfisins eru hin svokölluðu „Shikumen“ hús (Stein-vöruhúsahlið-hús) sem almennt eru talin vera einkennandi fyrir húsagerðarlist í Shanghai á 19. öld, en þau sameina arkitektúr frá suður Kína og Vesturlöndum.
Hádegisverður: Dim Sum máltíð (innifalinn).
Eftir hádegismat munum við ganga meðfram Bund-inu svokallaða, sem eru árósar Shaghai borgar, en þar gefur að líta stórbrotið útsýni að einhverjum stærstu skýjaklufum Kína.

Dagur 14: 22.09 — Tongli
Í dag munum við heimsækja vatnabæinn Tongli, sem á sér rúmlega þúsund ára sögu. Þar eru sögulegar byggingar vel varðveittar og sagan svífur yfir vötnum. Í gegnum aldirnar var Tongli vinsæll dvalarstaður skálda og listmálara sem og embættis- og fræðimanna.
Tongli byggðist upp á 7 eyjum sem tengdar eru saman með 49 steinbrúum af ýmsum ólíkum gerðum og frá ólíkum tímabilum. Elst þeirra er Siben brúin sem byggð var í tíð Song keisaraveldisins (960 – 1279). Bærinn er sannkallað minjasafn forns arkitektúrs því þar má finna þó nokkrar byggingar og hof frá Ming og Qing keisaraveldunum (1368-1911).
Við munum sigla í rólegheitum á viðarbátum um síkin og fræðast um brýrnar og byggingarnar ásamt því að rölta um bæinn þar sem færi gefst á að bragða alls konar hefðbundið kínverskt snarl og mat.
Komið aftur til Shanghai.
Sameiginlegur kvöldverður – Hefðbundinn Sjanghæ máltíð (innifalinn).
Eftir kvöldmat verður okkur ekið á flugvöllinn.

Dagur 15: 23.09
1:25 — Brottför frá Shanghai með flugi til London og áleiðis til Íslands
6:55 — Koma á London Gatwick flugvöll
15:40 — Brottför frá London Gatwick til Íslands
17:55 — Koma til Keflavíkur

Hagnýtar upplýsingar:
-
Ef einhver hefur áhuga á að lengur er hægt að sækja um vegabréfsáritun en kínverska sendiráðið í Reykjavík sér um útgáfu hennar – sjá vefsíðu sendiráðsins. Ljósmynd þarf að fylgja hverri umsókn í ákveðinni stærð – sjá hér. Farþegar fylla út umsókn á netinu sem endar með að viðkomandi þarf að bóka tíma hjá sendiráðinu til að ganga frá pappírum og koma með ljósmynd. Þar sem sendiráðið þarf fingraför farþega. Hins vegar er hægt að fá fjölskyldu/vini til að sækja gögnin þegar þau eru tilbúin.
-
Frá og með 2. apríl 2025 þurfa Íslendingar á leið til Bretlands að hafa sótt um rafrænt ferðaleyfi (ETA, Electronic Travel Authorisation) áður en þeir ferðast. ETA leyfið gildir í tvö ár frá útgáfudegi, eða þangað til vegabréf rennur úr gildi sé það skemmri tími. Nánari upplýsingar er hægt að finna á eftirfarandi:Stjórnarráðið | Ferðalög til og frá Bretlandi.
Vegna bólusetninga hvetjum við farþega til að hafa samband við heimilislækni eða þá lækna sem sjá um bólusetningar vegna ferða erlendis á heilsugæslustöðvum. Athugið að gera þetta tímanlega!
Gjaldmiðill Kína er renminbi (RMB) – í daglegu tali nefndur Kuai. 1 Kuai (Yuan) er um 21 krónur íslenskar. Hann fæst ekki í íslenskum bönkum en ekkert mál er að taka hann út erlendis í hraðbönkum en flestir taka þeir bæði debitkort og kreditkort. Hins vegar er langbest að setja upp Alipay appið í símanum sem tengist við íslensk greiðslukort, þar sem víða er ekki hægt að greiða með kortum eða reiðufé.
September er einn besti mánuðurinn til að heimsækja Kína. Haustið er komið og veðurfar mjög gott. Það er oft ansi rakt loft og þá getur að sjálfsögðu rignt í Kína eins og annars staðar. Gott er að hafa þægileg föt og góða skó, regnhlíf, sólgleraugu og sólarvörn og léttan bakpoka til að geyma í vatnsflöskur og annað.
Verðlag í Kína er misjafnt eftir borgum en lægra en við eigum að venjast á Íslandi og oft miklu lægra. Meðalverð á dæmigerðri kínverskri máltíð er 40-50 kuai eða um 900 ísl.krónur, en verð geta verið mun hærri á dýrum veitingastöðum og fínum hótelum.
Vatnsflaska kostar um 1 kuai en kaffið getur verið dýrt. Leigubílar eru ódýrir og um að gera að benda bílstjóranum á að nota mælinn!
Aðgangur að internetinu er almennt mjög góður og er mjög víða hægt að komast í ókeypis þráðlaust net. Við mælum hins vegar með því að slökkva á gagnamagninu í símanum þar sem mjög dýrt er að nota íslenskt gagnamagn. Einnig er dýrt að hringja og senda textaskilaboð, en við hvetjum alla til að kynna sér verðskrá síns símafyrirtækis vel.
Í Kína er rafmagnið 220 volt eins og hér á Íslandi. Hótel í Kína eru almennt með eins innstungur eins og við þekkjum á Íslandi en það er ekki verra að hafa með sér ferðakló til öryggis.
Kranavatn er ekki öruggt til drykkjar í Kína. Farþegar eru því hvattir til að kaupa drykkjarvatn í flöskum.
Til að fá nánari upplýsingar, spurningar eða bókanir endilega hafið samband í síma 4611841 eða sendið okkur tölvupóst á netfangið nonni@nonnitravel.is