5-daga fjölskylduferð um Akureyri & Eyjarfjörð
- Ferðatímabil: Maí – september
Ferðalýsing & verð:
- 1.dagur : KOMUDAGUR
Komudagur til Akureyrar og innritun í gististað.
Gist verður í 4 nætur í sumarhúsi með 3 svefnherbergjum, með nútímalega innréttuðu eldhúsi og heitum potti.
- 2.dagur: HESTAFERÐ, MINIGOLF, LAUFÁS, GOÐAFOSS
Heimsókn á bóndabýli í Eyjafirði þar sem börn sem fullorðnir geta njótið náttúrunnar og kynnst heimilisdýrum á bænum. Farið er á hestbak: Útreiðartúr er í 90 mínútur og eftir hestaferðina er innifalið að fara á minigolfvöllinn sem er við bónkabæinn. Reiðleiðin gengur meðfram ánni Gljúfurá, yfir engi, í gegnum móa, í átti að Eyjarfirðinum eða upp á heiðarbrún. Völlinn er að finna í skógarreitnum fyrir ofan bæinn. Þar eru sex holur sem allar tengjast Íslandi og umhverfinu á einhvern hátt. Minigolfvöllurinn er heimagerður og þar af leiðandi mjög persónulegur. Kaffi, te, kakó og heimagerðar kökur eru svo í boði að ferð lokinni.
Endanlega ákvörðun hvernig nákvæmlega ferðin fer fram og lengdar ferðar, þarf hverju sinni að taka tillit til reynslu knapa, veðurs og ástand lands.
Meðal áhugaverða staða á svæðinu er vel viðhaldinn torfbær Laufás og Laufáskirkja frá 1865, en Laufás kemur við sögu skömmu eftir að Ísland byggðist og hefur kirkja staðið þar frá fyrstu kristni. Eitt elsta reynitré landsins stendur við austurgafl kirkjunnar og var gróðursett þar 1855.
- 3.dagur: EYJAFJÖRÐUR, SMÁMUNASAFN, HOLTSEL
Eyjafjarðardalurinn hefur upp á margt skemmtilegt að bjóða. Meðal þess áhugaverða er Smámunasafnið Sverris Hermannsonar. Sverrir safnaði öllu milli himins og jarðar og er því safnið í senn minjasafn, landbúnaðarsafn, verkfærasafn, búsáhaldasafn, naglasafn, járnsmíðasafn, lyklasafn og meira til. Í raun má finna í safninu allt sem tengist byggingu húsa, allt frá minnsta nagla til skrautlegustu gluggalista og hurðahúna. Í safninu er leikhorn fyrir börnin, smámunabúð með handverki og hægt að fá sér ilmandi vöfflukaffi á kaffistofu safnsins. Rétt fyrir ofan safnið er Saurbæjarkirkja, ein af 6 torfkirkjum á Íslandi.
Sitthvorum megin við Eyjarfjörðinn er möguleiki á heimsókn á bóndabýli til að fá sér hressingu: að austanverðum Eyjarfirði er það Kaffi Kú þar sem hægt er að fá sér næringu á meðan fylgst er með beljum í fjósi fyrir neðan kaffihúsið; en að vestanverðum Eyjarfirði er hægt að stoppa við bæinn Holtsel og fá sér ís sem lagaður er heima á bænum.
- 4.dagur: HAUGANES: HVALIR OG SJÓSTÖNG
Rúmlega 20 km frá Akureyri við Eyjafjörð vestanverðan er sjávarþorpið Hauganes. Hvalaskoðunin á Hauganesi er ein elsta hvalaskoðun landsins og er stutt á hvalamið. Í þessar ferðir eru notaðir 2 sígildir íslenskir eikarbátar sem þykja einkar stöðugir og þægilegir. Meðal hvala sem sést hafa í ferðunum eru hnúfubakar, hrefnur, hnísur, háhyrningar og steypireyðar. Hvalirnir voru að meðaltali í 20-mínútna fjarlægð frá Hauganesi og því stutt vegalengd til að líta þessar tignarlegu skepnur augum.
Í flestu ferðum frá Hauganesi er hægt að renna fyrir fiski og eru um borð nokkrar veiðistengur. Síðan má fylgjast með áhafnamann að flaka fiskinn og þau sem vilja geta fengið fiskinn með sér í matinn – því ekkert er betra en ferskur fiskur á grillið!
Á Hauganesi eru heitir pottar við ströndina. Á sólríkum degi er tilvalið að taka sjósund og ylja sér í heitum potti.
Einnig er hægt að skreppa norður til Siglufjarðar, koma við hjá súkkulaðiverksmiðjunni Fríðu og smakkað á gómsætu heimagerðu súkkúlaði og skoða margverðlaunaða Sildarminjasafnið á Siglufirði.
- 5.dagur: HEIMFERÐARDAGUR
Gestir skrá sig út úr gistihúsinu. Möguleiki á að framlengja dvölina.
Verð:
5 daga fjölskylduferð um Akureyri & Eyjarfjörð | Tímabil:
Maí / júní |
2 fullorðnir & 2 börn
Börn: 0-15 ára |
2 fullorðnir & 3 börn
Börn: 0-15 ára |
VERÐ SAMTALS: | 274.500 ISK | 290.700 ISK |
5 daga fjölskylduferð um Akureyri & Eyjarfjörð | Tímabil:
Júlí – september |
2 fullorðnir & 2 börn
Börn: 0-15 ára |
2 fullorðnir & 3 börn
Börn: 0-15 ára |
VERÐ SAMTALS: | 329.500 ISK | 346.000 ISK |
Innifalið í verði:
- Gisting í 4 nætur: 3-svefnherbergja sumarhús/heitur pottur/grill/eldhús með öllum áhöldum/frítt bílastæði.
- Þríf og rúmföt innifalinn.
- Fjölskyldupassi að Sundlaug Akureyrar í 1 dag.
- Heimsókn á bóndabyli með hestaferð, minigolf og léttar veitingar.
- Hvalaskoðunarferð með sjöstöng frá Hauganesi.
- Aðgangur að Smámunasafninu.
Sérferð: Kajak ferð fyrir fjölskylduna.
Þessi ferð er ekki hluta af staðlaða ferðapakkanum. Hægt er að bæta þessari ferð sérstaklega við og gera sérpöntun á þessa frábæru kajak/kanó ferð fyrir fjölskylduna. Hér eru nánari upplýsingar.
Leiðarlýsing:
Siglt eftir engjum Grýtubakka að Hólsá. Svæðið er gróðri vaxið og samanstendur ýmist af votlendi með tilheyrandi fuglum og túnum með kindum og hestum. Stöku bleikja sést í ánni en hún er mjög grunn. Mikið af skemmtilegum beygjum og lítill sem enginn straumur gerir ferðina að ævintýralegri upplifun fyrir yngstu kynslóðina og dýrðlegri náttúrukyrrð fyrir eldri kynslóðir.
Það þarf að hafa með sér stígvel eða aðra góða skó þar sem svæðið er oft mjög blautt. Pollabuxur eða buxur sem eru vatnsfráhrindandi eru einnig nauðsynlegar, sér í lagi fyrir börnin.
Innifalið: bátar, árar og björgunarvesti. Annar hlífðarfatnaður er á ábyrgð þátttakenda.
Verð: (pr. kajak + pr. auka persónu)
- 8.000 kr. per kanó sem tekur tvo fullorðna og eitt barn.
- 12.000 kr. fyrir tvo kanóa.
- 2.500 kr. fyrir hvern kajak.
Tímabil:
- Frá 15. júlí til 30. september
Aldurstakmark:
- Ekkert aldurstakmark í kanó.
- 10 ára aldurstakmark í kajak.
Fjöldi:
- Lágmark í ferð er einn kanó.
- Mest er hægt að fara með 9 fullorðna, en ef hluti eru börn sem eru bara farþegar í kanó þá er hámark í ferð max 11-13.
Lengd ferðar:
- Ferðin tekur ca. 2 tíma.
Staðsetning:
- Mæting í Ægissíðu 29, 610 Grenivík og þaðan keyrt að Grýtu. ca 5 mín
Tímasetning ferðar:
Tímaramminn eru tveir tímar fyrir og eftir flóð.
Dæmi: Ef það er flóð kl 12 þá er fyrst lagt af stað frá kl 10 en síðasta lagi kl 14.
Hægt er að senda tölvupóst á netfangið nonni@nonnitravel.is til að fá nánari upplýsingar.