5 daga gönguferðir um Mývatnssveit með heimamönnum
Brottfarir:
- 07.07.2021
- 14.07.2021
- 28.07.2021
- 04.08.2021
Ferðalýsing:
Gist verður í 4 nætur á hóteli við Mývatn í tveggja manna herbergjum. Innifalinn er morgunverður og nesti í gönguferð.
- 1.dagur – miðvikudagur: KOMUDAGUR – MÝVATN
Komudagur til Mývatnssveitar og innritun á gististaðinn.
- 2.dagur – fimmtudagur: GÖNGUFERÐ: SKÚTUSTAÐIR, GRÆNAVATN, LITLASTRÖND
Gönguferð dagsins er við suðurenda Mývatns. Gengið verður frá Sel-hótel Mývatni þar sem þátttakendur mæta. Þaðan er gengið eftir gamla þjóðveginum meðfram vatninu og í átt að Grænavatni þar sem stoppað verður og fræðst um sögu staðarins og húsana þar á bæ. Frá Grænavatni verða gengnar gamlar engjagötur yfir Framengjar sem öldum saman voru undirstaða heyfengs á fjölda bæja í sveitinni. Haldið áfram að Kráká og bæjarins Litlaströnd og snúið síðan í norðurátt að Hótel Laxá þar sem gert verður stutt stopp til hvildar og möguleiki á hressingu áður en haldið er áfram og hringnum lokað á Skútustöðum.
Gönguferðin tekur 7-8 klst og er heildarvegalengð um 17 km.
Öll þessi ganga er á gömlum vegum og fjárgötum. Engar brekkur eða torfærur sem orð er á gerandi.
Erfiðleiki: 2 skór
- 3.dagur – föstudagur: GÖNGUFERÐ: SELJAHJALLAGIL, VILLINGAFJALL, DIMMUBORGIR, BIRTINGATJÖRN
Þátttakendur mæta við Birtingatjörn. Þaðan verður farið í fjallabíl sem ekur með hópinn upp hjá Hverfjalli, upp í Lúdentsborgir og loks upp á fjallgarðinn norðan við Seljahjallagil. Stoppað verður á nokkrum stöðum og fræðst um jarðfræði þessa einstaka svæðis og fleira.
Undir hádegið verður komið upp á fjallgarðinn þaðan sem útsýni yfir Mývatnssveit er magnað. Eftir nestisstopp kveðjum við farartækið og höldum af stað gangandi niður í Seljahjallagil og skoðum stuðlabergið í gilbotninum. Haldið áfram að Villingafjalli sem rís um 100 m upp úr Garðsbruna og hægt að ganga upp til að njóta útsýnis. Síðan er gengið beint í áttina að Dimmuborgum um fjölbreyttar hraunmyndanir sem ná hámarki þegar komið er “bakdyramegin” inn í Dimmuborgir. Í Dimmuborgum má hvíla lúin bein um stund á kaffihúsinu þar áður en lagt er í lokaáfangan – niður að Birtingatjörn, Þegar lokamarkið nálgast opnast falleg sýn yfir austanvert vatnið.
Gönguferðin tekur um 8-9 klst., heildarvegalengd er um 14 km.
Gangan hefst í um 600 m hæð og endar í um 260 m hæð. Gengið er nánast á jafnsléttu alla leiðina, fyrir utan bröttu brekkuna niður gilið í byrjun ferðar og er mestur hluti gönguleiðar utan vega og slóða, sumt í lausum sandi.
- 4.dagur – laugardagur: KRAFLA, LEIRHNJÚKUR, HLÍÐARFJALL, REYKJAHLIÐ, JARÐBÖÐIN
Þátttakendur hittast við verslunina í Reykjahlíð og aka þaðan til Kröflu (amk. einn bill verður skilinn eftir til þess að nota síðdegis til að sækja aðra bíla upp í Kröflu).
Gönguleiðin byrjar frá bílastæðinu ofan Kröfluvirkjunnar og er þaðan gengið að Leirhnjúk og þar skoðuð ummerki frá Kröflueldum 1975-1984. Síðan gengið út á hraunið sem rann í Mývatnseldum 1723-1729. Leiðin yfir hraunið er svolitið hlykkjótt, en engar torfærur sem orð er á gerandi. Þegar komið er niður að Hlíðarfjalli sést glögglega hvernig Eldáin steyptist niður í sveitina árið 1729. Gengið meðfram ánni um stund og síðar tekin stefna á Reykjahlíð. Bílarnir sóttur upp í Kröflu og dagurinn endar í Jarðböðunum þar sem menn geta slakað á.
Gönguferðin tekur um 6-7 klst., heildarvegalengd er um 13 km.
Þessi ganga fylgir merktri gönguleið og er lengst af á jafnsléttu og lítið eitt niður í móti. Möguleiku á að bæta við göngu upp á Hlíðarfjall fyrir þá sem vilja.
- 5.dagur – sunnudagur: HEIMFERÐARDAGUR
Morgunverður á hótelinu og útskráning.
Möguleiki á að framlengja dvölina og skoða annað sem Mývatnssveit og Norðurland hefur upp á að bjóða.
Verð:
Miðast við lágmark 8 manns | Tímabil:
Júlí/ Ágúst |
Í tveggja manna herbergi | Viðbót fyrir eins manns herbergi |
Verð á mann: | 139.900 ISK | 47.000 ISK |
Innifalið í verði:
- Gisting í 4 nætur í tveggja manna herbergi með morgunverði
- Nestispakki í gönguferðirnar (3x)
- Gönguleiðsögn heimamanna í gönguferðum
- Akstur með fjallabíl upp á Seljahjallagil
- Aðgangur að Jarðböðunum (1x)
Ekki innifalið í verði:
- Annar akstur en tekið fram í innifalið
- Kvöldverðir, önnur þjónusta ekki tekin fram undir innifalið.
Dagsetningar:
- 07.7. – 11.7.2021
- 14.7. – 18.72021
- 28.7.- 01.8.2021
- 04.8. – 08.8.2021