5 daga gönguferð á Borgarfirði Eystri
Frábær 5 daga gönguferð um náttúru Borgarfjarðar eystri með hótelgistingu. Dvalið á hótel Álfheimum í vel búnum herbergjum með eigin baðherbergi og farið í 6-8 tíma dagsferðir undir leiðsögn heimamanna. Morgunverður og kvöldverður er innifalinn auk nestispakka fyrir gönguferðina. Gengið um fjöll, víðáttur og eyðivíkur þessa frábæra Göngusvæðis Víknaslóða og komið heim á hótel í lok dags. Göngurnar eru fyrir alla þá er unna útivist og hreifingu í góðum félagsskap en auðvelt er að bæta við vegalengd og erfileika á eigin vegum ef menn vilja. Ef þú vilt ferðast langt og njóta náttúru, þæginda og afslöppunar þá er þetta fyrir þig. Göngudagar eru m.a. Stórurð hringferð, Brúnavík hringferð, Breiðuvík hringferð, Stapavík hringferð og Dimmidalur /Lobbuhraun.
Tímabil:
- Júní – ágúst
Innifalið í pakkaferð:
- Gisting í 5 nætur í 2ja manna herbergjum á hótel Álfheimar
- Fullt fæði ( morgunverður, nesti og kvöldverður), gönguleiðsögn heimamanna, göngukort.
Gott að vita:
- Ferðin hefst 9:00 á fyrsta degi. Hægt að fá gistingu nóttina fyrir gönguferð gegn vægu gjaldi ef herbergi eru laus.
- Erfiðleikastig 2-3 af 5. Þægilegar göngur á merktum slóðum. Hægt að bæta við erfiðleikastig ef menn vilja flesta daga.
- Ekki nauðsynlegt að ganga alla daga og einnig hægt að velja sína eigin göngu án leiðsagnar.
- Gott að hafa góðan útivistafatnað fyrir íslenda náttúru.Gott að hafa göngustafi ef hver og einn vill.
- Gengið um fjöll, eyðivíkur og dali Borgarfjarðar eystri og nágrennis.
- Ganga um 5-8 tímar á dag um 12-22 km. hækkun um 400-800 metrar á dag.
Nánari upplýsingar um ferð og bókun í ferð er hægt að senda tölvupóst á netfangið: nonni@nonnitravel.is