5 daga gönguferðir um Akureyri & nágrenni
Brottfarir:
28.7.-01.8.2021;
04.8.-07.8.2021;
11.8.-14.8.2021;
18.8.-21.8.2021;
25.8.-28.8.2021
Ferðalýsing:
Gist verður í 4 nætur á hóteli á Akureyri í tveggja manna herbergjum. Innifalinn er morgunverður og nesti í gönguferðum. Skipulagðar eru gönguferðir með leiðsögn um Akureyri og á áhugaverðum stöðum í næsta nágrenni við Akureyri.
1.dagur – miðvikudagur: KOMUDAGUR – AKUREYRI
2.dagur – fimmtudagur: GÖNGUFERÐ UM AKUREYRI
Mælum með að byrja daginn í sundlaug Akureyrar eða nýta morguninn í afslöppun.
Um kl 11:00 er lagt af stað í gönguferð um Akureyri með leiðsögumanni. Við göngum í gegnum miðbæ Akureyrar, kíkjum inn í menningarhúsið Hof, skoðum gamla Innbæinn og fræðumst um sögu bæjarins og elstu húsa í bænum. Við lítum inn í Minjasafnið sem ávallt er með áhugaverðar sýningar og heimsækjum Nonnahús – æskuheimili rithöfundar Jóns Sveinssonnar, Nonna; Göngum upp á Brekkuna og skoðum okkur um í Lystigarðinum en þar er að finna þúsundir plöntutengda sem ekki vaxa annarsstaðar í landinu. Gönguferðin endar í síðdegis hressingu (High Tea) á Icelandairhótelinu.
Gönguferðin ásamt stoppi í söfnum tekur ca 3-4 klst.
3.dagur – föstudagur: GÖNGUFERÐ: SÚLUR
Við byrjum með gönguferð upp á Súlur sem oft eru kallað bæjarfjall Akureyringa. Súlurnar sem eru suðvestan við Akureyri ná 1144 og 1167 m hæð. Súlur eru að mestu gerðar úr ljósu líparíti sem á uppruna í Öxnadalseldstöðinni, sem var virk fyrir 8-9 milljónum ára.
Þátttakendur mæta við bílastæðið í Glerárdal og er þaðan gengið upp á Súlur. Gengið er að mestu eftir stikaðri leið. Frá Ytri Súlu er mikið og gott útsýni til norðurs yfir Akureyri og út Eyjarfjörðinn og til austurs yfir Vaðlaheiði. Ef gengið er nokkuð lengra til suður að Syðri Súlu opnast míkið útsýni yfir fjöllin til suðurs en hæst þeirra er Kerling (1538m).
Gönguferðin tekur 5 klst, upphækkun er ca. 900 m og er heildarvegalengd um 10 km. Leiðin greiðfær, en talsvert brött efst.
4.dagur – laugardagur: GÖNGUFERÐ: HARÐARVARÐA Á HLÍÐARFJALLI
Hlíðarfjall ofan Akureyrar er þekkt sem einn besti og vinsælasti skíðastaður landsins, en fyrir heimamenn ekki síður vinsæll gönguáfangastaður bæði að vetri og sumri. Gönguferðin bíður upp á einstaklega fagurt sýn yfir Eyjafjörð og fjallahringinn.
Þátttakendur mæti á einkabílum á bílastæðinu við Skíðastaði. Gangan byriar við skíðaskálann. Þaðan er gengið upp að Strýtuskála en gönguleiðin fylgir að nokkru leiti skíðalyftunum, en síðan tekin stefna í norðurátt eftir hryggnum sem kallaður er Mannshryggur. Þaðan er óviðjafnanlegt útsýni yfir Eyjarfjörðinn. Síðustu nokkur hundruð metrar eru eftir að áfangastaðnum Harðarvörðu sem er merkileg að því leyti að hún um fjórir metrar að hæð með vindahana á toppnum.
Gönguferðin tekur 5 klst, upphækkun er ca. 700 m og er heildarvegalengd um 8 km. Leiðin er greiðfært þó brött á köflum.
5.dagur – sunnudagur: HEIMFERÐARDAGUR
Morgunveðrur á hótelinu og útskráning. Möguleiki á að framlengja dvölina og skoða annað sem Norðurland hefur upp á að bjóða.
Verð:
Miðast við lágmark 8 manns | Í tveggja manna herbergi | Viðbót fyrir eins manns herbergi | Tímabil |
Verð á mann | 98.700 kr. | 49.700 kr. | 28.7.-01.8.2021
04.8.-07.8.2021 11.8.-14.8.2021 18.8.-21.8.2021 25.8.-28.8.2021 |
Innifalið í ferðapakka:
- Gisting í 4 nætur í tveggja manna herbergi, með morgunverði
- Leiðsögn í gönguferðunum samkvæmt ferðatilhögun
- “High Tea” á Icelandair hótel eftir bæjarferð
- Nestispakki í gönguferðirnar (2x)
- Aðgangur að Sundlaug Akureyrar (1x)
- Aðgangur að Minjasafni og Nonnasafni